Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum – Úrræði, leiðir og næstu skref

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Í kjölfar nýlegrar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi og þá ekki síst stafrænt kynferðisofbeldi hafa starfsfólk borgarinnar fengið ábendingar um að foreldrar/forsjáraðilar og samstarfsfólk sé stundum óöruggt gagnvart því að taka spjallið við börn og unglinga. Mörg upplifa að þau skorti verkfæri, leiðir og úrræði til að takast á við stöðuna á sama tíma og við erum að sjá töluverða aukningu í tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum. Einnig finnum við fyrir þörf samfélagsins að vinna saman að markvissum viðbrögðum til að fræða og styðja við börnin okkar.

Hér má sjá allskyns efni sem hægt er að nýta sér í umræðum og setja sig inn í málin:

  • Umræður og ábendingar hafa aðallega kviknað eftir umfjöllun Kveiks um stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þau sem hafa horft á þáttinn vilja mögulega fá enn meiri upplýsingar um stöðuna og því tilvalið að skoða Fyrirlestur um klám og „sexting“ sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Margrét Lilja Guðmundsdóttir héldu síðastliðið vor. Sá fyrirlestur er virkilega góður til að fá dýpri innsýn í stöðuna.
  • Einnig er hægt að finna efni á síðu með Fræðsluefni um ofbeldisforvarnir sem Menntamálastofnun hefur tekið saman og því er raðað niður á aldursstig.
  • Hér má hlaða niður nokkrum punktum sem taka saman ákveðin verkfæri fyrir foreldra/forsjáraðila og starfsfólk sem vinnur með börnum og unglinum. Þessir punktar eru til að hafa á bak við eyrað og þar eru einnig tenglar inn á ýmiskonar úrræði, ítarefni, fræðsluefni og góðar síður sem geta hjálpað til: klm-og-sexting_fyrir-foreldra_forsjraila

Til stuðnings verður boðið upp á samtals- og fræðslufundi í næstu viku, fyrir þau sem vilja vettvang til að ræða saman um stöðuna. Við gerum ráð fyrir því að þau sem mæta á fundinn hafi horft á fyrirlesturinn um Klám og „sexting“ áður en að fundinum kemur. Á fundinum munu Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskólans og Eva Halldóra Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í Tjörninni og fyrrum stýra verkefnisins Unglingar gegn ofbeldi vera tilbúnar í spjall við foreldra og starfsfólk ásamt mér. Það verður því ekki fyrirlestur á fundinum, heldur samtal um hvað hægt er að gera og hvernig við getum gert þetta saman.

Boðið verður upp á tvær tímasetningar fyrir fundinn:

Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt