Áskorun vikunnar fyrir 10-12 ára

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Hæ öllsömul!

Við vonum að það hafi gengið vel með áskorun síðustu viku og þið hafið skemmt ykkur konunglega. Það væri ótrúlega gaman að sjá myndir af ykkur taka þátt í áskorununum og fleiru sem við sendum út!

Þessa vikuna ætlum við að skora á ykkur að halda Karaoke dag eða kvöld heima hjá ykkur. Það er hægt að finna ótrúlega mikið af lögum í karaoke útgáfu á Youtube til dæmis og Spotify! Þá skrifið þið einfaldlega nafn lagsins sem ykkur langar að syngja og bætið Karaoke version fyrir aftan!
Reynið að fá fjölskylduna með í þetta eða jafnvel einhvern annan í gegnum tölvuspjall.

Hlökkum til að heyra hvernig ykkur gekk!

Starfsfólk 100og1

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt