3. sæti á hönnunarkeppninni Stíl!

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Þann 27. janúar síðastliðinn var hönnunarkeppnin Stíll haldinn, þar keppti lið félagsmiðstöðvarinnar 105 og Háteigsskóla. Keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés, í ár var þemað Steampunk.

Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og virkja sköpunarhæfileikana. Keppnin vekur jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar, gefur þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu hópsins. Í Háteigsskóla er fyrirkomulagið þannig að nemendur geta valið sér Stíl sem valáfanga sem er undir umsjón textílkennara skólans og fer fram skipulag í samstarfi við félagsmiðstöðina.

Á deginum sjálfum skila hóparnir hönnunar möppu, sem útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina, með teikningum, efnisprufum, kostnaðarupplýsingum og ljósmyndum af flík, hári og förðun. Keppendur leggja mjög mikinn metnað í verkefnið og eru búningar hannaðir af hópunum fyrirfram. Lið 105 og Háteigsskóla samanstóð af Áslaugu Svövu Helgadóttur, Magnúsi Sigurði Jónassyni, Þórhildi Árnadóttur og Lúkasi Loga Grétarssyni. Liðið lenti í þriðja sæti og erum við ótrúlega stolt af þeim! Hér má sjá myndir af ferlinu.

Áfram Háteigsskóli!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt