Fréttir af foreldraráði félagsmiðstöðva

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Foreldraráð félagsmiðstöðva Tjarnarinnar var stofnað 17. janúar á árinu sem nú er að líða undir lok. Þrír fundir hafa verið haldnir það er í janúar, júní og nóvember. Ráðið er opinn vettvangur foreldra og umsjáraðila barna og unglinga í 5. – 10. bekk í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ auk þess sem hvert foreldrafélag grunnskólanna má senda einn fulltrúa. Markmið ráðsins er að gefa forstöðumönnum félagsmiðstöðvanna ráðgefandi umsagnir um einstaka þætti starfsins (að eigin frumkvæði eða að beiðni félagsmiðstöðvanna), veita félagsmiðstöðvum jákvætt aðhald og stuðning og vera mikilvægur tengiliður við foreldrasamfélagið m.a. vegna samráðs um forvarnir og uppbyggilega unglingamenningu.

Nánari upplýsingar um ráðið má nálgast hér: https://tjornin.is/foreldrarad-felagsmidstodva-tjarnarinnar/ 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt