Umhverfisvika Halastjörnunnar

 í flokknum: Halastjarnan

Löng hefð hefur verið fyrir því í öllum frístundarheimilum í Vesturbænum, Miðborginni og Hlíðum að hafa sameiginlega þemaviku í hverjum mánuði. Sjöunda sameiginlega þemavika Tjarnarinnar var haldin 14.-18. mars og var hún tileinkuð umhverfinu. Við einblíndum á hina ýmsu þætti umhverfisins og voru margir skemmtilegir klúbbar í boði. Við horfðum meðal annars á stuttmyndir um plastnotkun, matarsóun og hlýnun jarðar. Föndruðum úr afgöngum, ræddum um matarsóun og settum niður fræ og spírur. Ein vinsælasta smiðjan hjá 3. og 4. bekk var endurvinnsluföndur þar sem við notuðum afgangsefni úr öðrum smiðjum og fékk hugmyndaflugið að ráða förinni. Smiðjan „ruslið í hverfinu“ sló síðan í gegn hjá 1. og 2. bekk en þessi smiðja var tileinkuð ruslatýnslu. Börnin fóru út með plokkara, poka og góða skapið og týndu upp allskonar rusl á svæðinu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt