Tjörnin er tilnefnd til hinna íslensku menntaverðlauna 2021

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)
Tjörnin er tilnefnd til hinna íslensku menntaverðlauna 2021 fyrir framúrskarandi frístundastarf. Það er mikill heiður að frístundastarf sé tilnefnt til menntaverðlaunanna í flokki A sem fjallar um menntaumbætur.
Að verðlaununum standa; Embætti forseta Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, samgöngu- og sveitar¬stjórnar¬ráðuneyti, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þessir aðilar hafa tekið höndum saman um að veita árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum.
Í Tjörninni starfa um 200 frístundaráðgjafar og 4.000 börnum og unglingar búa í borgarhlutanum. Undir Tjörnina heyra 12 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna í nánu samstarfi við grunnskólana í borgarhlutanum og aðra sem að koma að uppeldisumhverfi barna.Með tilkomu nýrrar menntstefnu í Reykjavík hefur starfið vaxið og dafnað og viðurkenning á mikilvægi frístundastarfsins hefur aukist. Nú fara nánast öll börn sem hefja grunnskólagöngu í frístundaheimili sem teljast hluti af grunnmenntun barna. Mikil þátttaka er bæði í félagsmiðstöðum og frístundaheimilum Tjarnarinnar og ánægja með starfið er mikil.Markmiðið með starfi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.
Tjörnin hefur verið framsækin og leitt mörg þróunar- og nýsköpunarverkefni frá því að hún tók til starfa árið 2016 og meðal annars verið leiðandi í lýðræðis- og mannréttindavinnu með börnum og unglingum í Reykjavík.Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er dæmi um metnaðarfullt verkefni en hún er fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-18 ára.
Réttindaganga frístundaheimila Tjarnarinnar er farin ár hvert en þá minna börn á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna. Einnig hafa öll frístundaheimili og félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar í Vesturbæ hlotið vottun sem réttindafrístundaheimili og félagsmiðstöðvar en þar er vottun frá UNICEF um að unnið sé eftir Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Tjörnin vinnur eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar og til þess er nýtt stefnumiðuð stjórnun í því skini innleiða alla færniþætti í starfinu. Leitast er við að vinna eftir þeim aðferðum sem kenndar eru við heiltæka nálgun og samvirkni (e. systematic improvement) og mikil áhersla á samvinnu og samstarf allra í uppeldisumhverfi barnsins. Megináhersla er á að greina og byggja á styrkleikum barna og unglinga.
Fyrir ár hvert er gefin út starfsáætlun þar sem lesa má betur um hvernig unnið er eftir menntastefnu og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Starfsáætlun má finna á heimasíðu Tjarnarinnar
Starf Tjarnarinnar hefur vakið athygli á landsvísu og út fyrir landsteinana. Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð var tilnefnd sem gott dæmi um verkefni í borg hjá Safe Nordic Cities og Hinsegin félagsmiðstöð hlaut viðurkenningu frá Norrænu ráðherranefndinni.
Nokkur dæmi um þróunarverkefni sem starfsmenn Tjarnarinnar hafa unnið að:
  • Vaxandi valdefling: Efling fagmennsku í frístundastarfi í samstarfi við Háskóla Íslands: Vinnustofur um sjálfseflingu og félagsfærni. Meginmarkmiðið er að finna leiðir í frístundastarfi til að auka vellíðan og farsæld í lífi barna, unglinga og starfsmanna.
  • Hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna 78: Félagsmiðstöðin sinnir öllum þeim unglingum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa áhuga á fjölbreytileika.
  • Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð: Flotinn er viðbót við almennar félagsmiðstöðvar sem starfa í hverfum borgarinnar á vegum frístundamiðstöðva. Flotinn starfar þvert á borgina og er ekki bundinn við eitt ákveðið hverfi og sinnir vettvangsvinnu í borginni. Flotinn vaktar hópamyndum og er til staðar fyrir unglinga. Flotinn fer líka um borgina eftir að útivistartíma líkur.
  • Treystum böndin: Forvarnarátak: Treystum böndin er samstarf og samtal við foreldra og fræðsla um verndandi þætti í uppeldisumhverfi barna og unglinga. Í tengslum við verkefnið hefur frístundamiðstöðin Tjörnin gefið út handbók um foreldrarölt og verið foreldum innan handar við að sinna foreldrarölti.
Frístundastarf er mikilvægt og það þarf heilt þorp til að ala um barn.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt