Unglist – listahátíð ungs fólks mun standa yfir dagana 6.-20. nóvember

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Eftir mikla einangrun og brotakennda tilveru COVID-19 áranna leitast Unglist eftir samvinnu og sameiningu. Hátíðin sem fagnar hæfileikum ungs fólks á aldrinum 16-25 ára og veitir þeim vettvang til að koma list sinni á framfæri, verður m.a. í samstarfi með þremur öðrum hátíðum, Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna -KHF, List án landamæra og Street Dance einvígi dansskóla Brynju Péturs. Á hátíðinni taka einnig þátt m.a. tíu dansskólar, sjö tónlistarskólar ásamt fjölda ungra leikskálda, leikara, myndlistafólks og hönnuða.

Í fyrra varð hátíðin að fara fram rafrænt en þrátt fyrir það þá voru þrjúhundruð tuttugu og sex virkir þátttakendur á hátíðinni ásamt þúsundum rafrænna áhorfa. Við fögnum því að í ár gefst ungu fólki aftur tækifæri á að stíga á svið og láta ljós sitt skína m.a. á stóra sviði Borgarleikhússins á viðburðinum „Dansaðu eins og allir séu að horfa“ sem er dansfögnuður ungra og efnilegra dansara. Í Dómkirkjunni verður Klassískt tónaflóð, á Listasafni Reykjavíkur innsetningin „Í minnum mínum“ að ógleymdum föstum viðburðum eins og Leiktu betur, Ungleik og Tískusýningu Unglistar.

Nú fáum við loksins að vera saman og kominn tími til að líta bjart til framtíðar, njóta nærveru og lista. Við trúum á að listir og menning eigi að vera aðgengileg öllum og því er frítt inn og gott aðgengi á alla viðburði Unglistar. Komið og njótið, en dagskrána í heild sinni má finna hér

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt