Skíðaferð 105 og Gleðibankans

 í flokknum: 105, Gleðibankinn

Föstudaginn 23. febrúar fóru 62 unglingar á aldrinum 13-16 ára úr félagsmiðstöðvunum 105  og Gleðibankanum í skíða- og brettaferð til Akureyrar. Ferðin er árlegur viðburður hjá félagsmiðstöðvunum og frábær vettvangur fyrir unglingana til að kynnast milli skóla innan hverfisins. Aðal markmið ferðarinnar var að sjálfsögðu að fara í fjallið en veður setti strik í reikninginn og nutu krakkarnir þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða í staðinn. Félagsmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr að framkvæma metnaðarfulla dagskrá sem er eftir óskum unglinganna sjálfra. Með þessu höfðar dagskráin til sem flestra ungmenna og er ákjósanleg leið til að kveikja áhuga þeirra á tómstundum og samfélagslegri  þátttöku. Ferðin gekk frábærlega og skemmtu ungmennin sér vel þrátt fyrir að vera veðurbarin í fjallinu.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt