Nóvember í Frosta

 í flokknum: Óflokkað

Nóvember er genginn í garð og ný dagskrá mætt á svæðið fyrir 10-12 ára og unglinga starfið í Frosta.

í unglingastarfinu eru nokkrir stór viðburðir framundan! Helst má nefna undanúrslit Skrekks sem fara fram 6. nóvember í Borgarleikhúsinu, Rímnaflæði 2023, þar sem keppendur leika listir sínar og keppast um titillinn besti rapparinn og 8. nóvember heldur nemendaráð Frosta og Hagaskóla aldamótaball.  Auk þess verða alls kyns huggulegheit á dagskrá, s.s. vöfflugerð, kakó og spil, pool mót, pógó mót, óvænt kvöld, þar sem alls kyns óvæntar uppákomur og vinningar verða í boði fyrir þau sem mæta og feluleikur í myrkri! 

 Það er margt á döfinni fyrir 10-12 ára, við munum fara í diskó pógó, elda pítur og fara í kappát. Okkur finnst alltaf mikilvægt að taka það fram að kappát í Frosta þýðir ekki að börnin eigi að borða rosa mikinn mat og líða illa heldur er þetta alltaf bara skemmtikeppni sem þeim finnst mjög skemmtileg og snýst um að borða mat sem passar kannski ekki endilega saman. Gott mál, góðgerðardagur Hagaskóla er fimmtudaginn 23. nóvember og verður opnunin fyrir 7. bekk þann daginn óvenjuleg þar sem við gerum ráð fyrir því að börnin kíki við í Hagaskóla og taki þátt í dagskránni þar!

_________________________________________________

November is here and there are some big events coming up! Skrekkur’s semi-finals will take place on Monday, November 6th at Borgarleikhús, Rímnaflæði 2023, where the contestants will perform their arts and compete for the title of the best rapper, and on November 8th, the student council of Frosta and Hagaskóli will host a 2000’s dance. In addition, there will be all kinds of pleasant things on the agenda, e.g. waffle maker, cocoa and cards, pool tournament, pogo tournament, surprise night, where all kinds of surprises and prizes will be available for those who attend, and hide and seek in the dark!

For the 5th to 7th grade there will be dancing, we will play disco pogo, cook pita’s and do competitive eating. We always think it is important to point out that competing in Frosti does not mean that the children should eat a lot of food and feel sick, but it should always just be a fun competition that they find very enjoyable and is about eating food that may not necessarily go together. Gott mál, Hagaskóli’s charity day is Thursday, November 23, and the opening for 7th grade will be unusual on that day, as we expect the children to stop by Hagaskóli and take part in the program there!

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt