Febrúar í Frosta

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Óflokkað

Nú er febrúar genginn í garð – mánuður bollunar, ástar og öskudags. Nóg er um að vera í Frosta og er dagskráin full af allskonar viðburðum, það sem hæst ber í mánuðinum er skíðaferð frosta en hún er 23.-24. febrúar. Þetta árið er ferðninni heitið til Dalvíkur þar sem við munum skíða og skemmta okkur kongunglega.  

Dagana 5.-9. febrúar stendur Vika Sex yfir, sem er tileinkuð kynfræðslu  og kynheilbrigði. Við tökum að sjálfsögðu þátt í henni og er vikan undirlögð allskyns viðburðum tengdum þema ársins. Hvert ár er það í höndum ungmenna að velja þemað og í ár er þema Viku 6 Samskipti og sambönd.  

Á öskudaginn(14. febrúar) er öskudagsball fyrir 5.-7. bekk og eru öll hvött til að mæta í grímubúning og sletta úr klaufunum. Síðustu vikuna í febrúar munum við fagna hækkandi sól með því að baka pítsur með 5.-7. bekk.

Hér má sjá dagskrána okkar í febrúar fyrir 10-12 ára:

 

Hér má sjá dagskrána okkar í febrúar fyrir 8.-10. bekk:

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt