Hinsegin vika í Frosta

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Vikuna 10. – 14. október var haldinn hinn árlegi viðburður Hinsegin vika Tjarnarinnar og var sett saman ansi flott dagskrá í Frosta. Á dagskrá hjá unglingunum var lifandi bókasafn í Spennistöðinni á mánudeginum þar sem Dóra Júlía og Mars Proppé komu og svöruðu spurningum frá unglingunum og tóku spjallið. Á þriðjudeginum horfðum við á Heartstopper og allir fengu kakó. Miðvikudagskvöldið var partý-karíókí í Spennistöðinni þar sem engin annar en Haffi-Haff kom og stýrði fjörinu. Á fimmtudeginum föndruðum við hinseginfána sem prýða nú veggi Tjarnarinnar. Við enduðum vikuna á drag-kvöldi í salnum í Hagaskóla þar sem nemendur og starfsmenn fóru í drag og sungu og dönsuðu saman. Í 10-12 ára starfinu föndruðum við fána og skartgripi og fórum í karíókí!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt