Hinsegin vika félagsmiðstöðva Tjarnarinnar!

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Gleðibankinn

Vikuna 10. – 14. október var haldinn hinn árlegi viðburður Hinsegin vika Tjarnarinnar og var mikið fjör í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar. Félagsmiðstöðvarnar halda Hinsegin vikuna hátíðlega á hverju ári með það að markmiði að auka sýnileika og fagna fjölbreytileika okkar allra. Á dagskrá hjá unglingunum var lifandi bókasafn í Spennistöðinni á mánudeginum þar sem Dóra Júlía og Mars Proppé komu og svöruðu spurningum frá unglingunum og tóku spjallið. Á þriðjudeginum horfðum við á Heartstopper og öll gæddu sér á kakó. Miðvikudagskvöldið var partý-karíókí í Spennistöðinni þar sem engin annar en Haffi Haff kom og stýrði fjörinu. Á fimmtudeginum föndruðum við hinseginfána sem prýða nú veggi félagsmiðstöðvanna. Við enduðum vikuna á drag-kvöldi í hverri félagsmiðstöð fyrir sig þar sem unglingar og starfsmenn fóru í drag og sungu og dönsuðu saman. Í 10-12 ára starfinu föndruðum við fána og skartgripi og fórum í karíókí! Skemmtileg og fræðandi vika að baki og að sjálfsögðu munum við í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar halda áfram að fagna fjölbreytileikanum og sýna stuðning í verki alla daga, allt árið um kring!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt