Landsmót Samfés 2022

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn

Dagana 7.-8. október var Landsmót Samfés haldið í Stykkishólmi þar sem meira en 300 unglingar af öllu landinu komu saman. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins hafi vettvang til að kynnast og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar sendu flotta fulltrúa úr hverri félagsmiðstöð og fóru í heildina 16 krakkar með fjórum starfsmönnum á mótið. Rétt fyrir brottför kom babb í bátinn þar sem það þurfti að stytta helgina um einn dag vegna óveðurs á sunnudeginum en starfsfólk Samfés þjappaði dagskránni saman og sáu til þess að helgin yrði frábær þrátt fyrir að vera aðeins styttri í annan endann. 

Krakkarnir tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem þau kusu nýja fulltrúa í Ungmennaráð Samfés, fóru á ball, tóku þátt í ýmsum fjölbreyttum umræðu- og afþreyingarsmiðjum ásamt því að það var frítt í sund sem margir nýttu og Stykkishólmur var skoðaður vel. Síðasti dagskrárliður helgarinnar var Landsþing ungs fólks þar sem unglingarnir ræddu málefni sem skipta ungt fólk máli í dag. Niðurstöður Landsþingsins verða svo teknar saman af  Ungmennaráði Samfés sem munu afhenda ríkisstjórn þær með áskorun um afgerandi aðgerðir í málefnum barna og ungmenna.

Allt í allt var þetta frábær helgi þar sem öll skemmtu sér vel!

 

      

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt