Fyrirmyndastofnun 2020

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)
Tjörnin er fyrirmyndarstofnun- borg og bær 2020.

Í dag lauk hátíð Sameykis, stéttarfélags þar sem að Tjörnin hlaut viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarstofnun, borg og bær, stór stofnun.

Við erum virkilega stolt af þeim 200 starfsmönnum sem starfa á 13 starfsstöðum Tjarnarinnar en það er þeim að þakka hvað vel gengur. Allir leggja sig fram við að vera til staðar og hlúa vel að öðrum jafnt og sjálfum sér.

Könnunin náði til um 12 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og gefur mikilvægar upplýsingar um töðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.

Starfsmenn Tjarnarinnar eru stoltir og ánægðir með störf sín, þeim finnst ímynd Tjarnarinnar vera góð, eru ánægðir með starfsmannaandann, stjórnun er til fyrirmyndar, jafnrétti er mikið og þeir upplifa sveigjanleika í starfi. Það sem þarf að bæta eru launakjör og vinnuaðstæður.
Tjörnin óskar öðrum vinningshöfum til hamingju sem hlutu verðlaun og er stolt að vera með þeim á lista.

Engin mynd af starfsmönnum í ár þar sem athöfnin fór fram í streymi.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt