Félagsmiðstöðvadagurinn í Frosta

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn hátíðlegur í Frosta miðvikudaginn 18. október. Markmið dagsins er að vekja athygli á því mikilvæga og uppbyggilega starfi sem fram fer í félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga og bjóða gestum að kynnast því. Á félagsmiðstöðvadaginn fögnum við starfinu sem styður við félagsfærni, sköpun og óformlegt nám.

Frosti var með opið hús tvisvar yfir daginn fyrir 10-12 ára- og unglingastarfið. Börnunum og unglingunum var boðið að taka með sér gesti og var húsið troðfullt af fólki frá eftirmiðdegi og fram eftir kvöldi!

Frosti bauð upp á köku, ávaxtabar, spurningakeppni og svo bauðst gestum og gangandi að prófa allt það sem félagsmiðstöðin hefur uppá að bjóða.

Starfsfólk Frosta var í skýjunum með daginn og þakka öllum sem kíktu við og fögnuðu með okkur deginum kærlega fyrir komuna. 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt