Eldflaugin: Samantekt vikunnar 16.-20.janúar

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below:

Þá er komið að vikulegri samantekt Eldflaugarinnar. Þessi var nú skemmtileg þrátt fyrir afar óákveðið veðurlag – það kom þó ekki að sök þar sem við erum alltaf tilbúin með þoturassa í annarri ef ske kynni að snjórinn yrði nægilega mikill.

1.bekkur hóf vikuna á því að gera vinabönd, og fóru svo í teiknismiðju á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn var kominn svo mikill snjór að það var snar hætt við að hafa íþróttahús og ákveðið að hafa þotufjör í staðinn. Í gær var prjónapartý og í dag verður risaeðluklúbbur.

2.bekkur fékk að sprikla í íþróttahúsinu á mánudaginn og bjuggu til dýrindis skartgripi á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn var tölvutími, risaeðluklúbbur í gær þar sem þau föndruðu risaeðlulistaverk, og í dag verður prjónapartý.

3. og 4.bekkur byrjuðu vikuna á því að búa til spil og fara í æsispennandi risaeðluratleik. Á þriðjudaginn var 3.bekkja klúbbur þar sem ákveðið var að gera verkefni í tölvum og 4.bekkja klúbbur þar sem ákveðið var að fara í Nexus. Á miðvikudaginn var Ævintýraspilið fyrir 3.bekk og risaeðluklúbbur þar sem þau útbjuggu risaeðlugarð í einu horni Tunglsins – við mælum með að foreldrar geri sér ferð í Tunglið til að sjá þessa snilld! Í gær var fjölmenningarbakarí þar sem þau bökuðu bananabrauð, og íþróttahús fyrir þá sem vildu hreyfa sig. Í dag verða síðan tölvur og Pokémonveiðar.

 

It is time for Eldflaugin‘s weekly review. This one was a lot of fun despite a very undecided weather – it didn’t matter to much though since we are always ready with sledges in one hand if there is suddenly enough snow.

1st grade started their week with making friendship bracelets and had Drawing on Tuesday. We had so much snow on Wednesday that we decided to cancel Sports and go Sledging instead. Yesterday they had Knitting and today they will have a Dinosaur club.

2nd grade had Sports on Monday and made brilliant jewellery on Tuesday. They had Computers on Wednesday, a Dinosaur club yesterday where they made dinosaur craft, and today they will have Knitting.

3rd and 4th grade started their week by making board games and with a very exciting Dinosaur orienteering. On Tuesday there was both a 3rd grade club where they decided to do a project in computers, and a 4th grade club where they decided to visit Nexus. The Adventure board game was for 3rd grade on Wednesday and in the Dinosaur club they made a Jurassic Park in one corner of Tunglið, we recommend that parents make a trip to Tunglið to have a look at this masterpiece! Yesterday they had a Multi Culti bakery where they made banana bread, and Sports for those who wanted to be active. Today we will have Computers and Pokémon catching.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt