Eldflaugin: Samantekt vikunnar 9.-13.janúar

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

Þá er komið að samantektinni hjá okkur þessa vikuna. Risaeðluþemað gengur vel, nú hafa allir prófað að leira risaeðlur og ætla að prófa annars konar risaeðluföndur á næstunni.

1.bekkur byrjaði á listasmiðju á mánudaginn þar sem þau máluðu með vatnsmáliningu, fóru í teiknismiðju á þriðjudaginn og í íþróttahúsið á miðvikudaginn. Í gær var prjónapartý og í dag verður risaeðluklúbbur – spennandi að sjá afraksturinn.

2.bekkur byrjaði vikuna á því að fara í fótbolta, fóru í skartgripagerð á þriðjudaginn og fengu tölvutíma á miðvikudaginn. Í gær var risaeðluklúbbur og í dag verður prjónapartý þar sem þau ætla að halda áfram með húfurnar og kannski byrja á að gera trefla.

3.& 4.bekkur byrjuðu vikuna á því að gera töfrasprota, gleraugu og uglur í Harry Potter smiðju (þeirra eigin hugmynd) og skartgripagerð. Á þriðjudaginn var perluklúbbur og Varúlfur. Hún Yrsa, spilasnillingurinn okkar er að hætta en það kom sem betur fer í ljós að hann Þorvaldur þúsundþjalasmiður kann líka að stjórna Varúlfi og því þurfum við ekki að hætta þeirri smiðju. Á miðvikudaginn hélt 3.bekkur áfram í Ævintýraspilinu , það er gaman að sjá hversu margar stelpur taka alltaf þátt núna. Það var einnig risaeðluklúbbur þar sem þessir upprennandi fornleifafræðingar grófu upp beinagrindur risaeðla. Í gær var fjölmenningarbakarí þar sem einhverjir  bökuðu eplaböku, og íþróttahús fyrir hina orkumeiri. Í dag verða svo tölvur og tónlist.

 

It is time for our weekly review. The dinosaur theme is going well; everyone has now tried their hand at making dinosaurs from play dough and will try other kinds of Dinosaur crafts for the next days.

1st grade started with an Art workshop on Monday where they painted with water colours, had Drawing on Tuesday and Sports on Wednesday. They had Knitting yesterday and today they will have a Dinosaur club – we can’t wait to see what they’ll do.

2nd grade started the week by playing some football, made jewellery on Tuesday and had Computers on Wednesday. They had a Dinosaur club yesterday and today they will continue knitting hats and will maybe start on some scarfs.

3rd and 4th grade started their week by making wands, glasses and owls in the Harry Potter workshop (their own idea), and by making jewellery. On Tuesday they had Beads and Werewolf. Yrsa, our board game genius will be leaving us soon but we were fortunate to discover that Þorvaldur is a Jack of many trades and also knows Werewolf. Therefore we don’t need to cancel that workshop. 3rd grade continued with the Adventure board game on Wednesday, it is really enjoyable to see how many girls are participating now. On Wednesday they also had a Dinosaur club where these up and coming archaeologists excavated some dinosaur skeletons. Yesterday they had a Multi Culti Bakery where some made apple pies and Sports for the more active ones. Today we will have Computers and Music.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt