Dagskrá, fréttir og þemavikan

 í flokknum: Birta á forsíðu, Halastjarnan

Dagskrá 6.11

Nýjungin í dagskránni, dans smiðjan, heppnaðist mjög vel og verður fastur liður í dagskránni hjá okkur út önnina. Um smiðjuna sér Frida, hún er frístundaráðgjafi og lærður dansari og hefur meðal annars æft ballett.

Í ævintýraeldhúsinu hafa börnin búið til pasta salat og fengið að prófa sig áfram eftir sínum smekk. Það höfðu ekki allir smekk fyrir ólívum eða sólþurrkuðum tómötum. En allir eru sammála um parmesan ostur er ljúffengur!

Tölvur fyrir 2. bekk eru byrjaðar og eru á mánudögum frá kl. 15-16. Börnin eru mjög spennt fyrir tímanum og við erum komin með lista yfir það hverjir eru búnir að fara til að jafnræði gildi um aðgengi að tímanum.

Næsta vika er þemavika í Halastjörnunni og þemað er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og réttindaganga barna. Í vikunni tvinnum við réttindi barna og barnasáttmálann inn í smiðjur með öllum aldurshópum. Og ár hvert bjóðum við börnum í öðrum bekk í Réttindagöngu barna sem fer fram um það leiti sem Barnasáttmálinn á afmæli. Og verður gangan þann 17. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar verða sendar næsta mánudag ásamt dagskrá fyrir vikuna.

Myndir frá Halloween eru komnar í facebook foreldrahópinn Við munum birta skemmtilegar myndir í facebook hópnum sem við viljum deila með foreldrum. Þar sem hópurinn er lokaður birtum við þar einstaklingsmyndir og myndir af nokkrum börnum saman sem við myndum ekki birta opinberlega á heimasíðunni okkar. Ef þið óskið ekki eftir því að við setjum myndir af þínu barni í facebook hópinn óskum við eftir því að þið látið okkur vita.

Til viðbótar varðandi facebook hópinn. Tilgangur hans er að deila með foreldrum myndum og upplýsingum sem eiga við með stuttum fyrirvara eftir að foreldrapóstur hefur verið sendur út. Til dæmis ef dagskrá breytist eftir birtingu eða ef breyting verður á starfinu vegna veðurs. Við bendum á að við tökum ekki á móti fyrirspurnum og ábendingum í gegnum facebook eða messinger. Þeim er svarað með tölvupósti eða í síma (halastjarnan@reykjavik.is / 411-5580).

/// English version

Programme 6.11. The program novelty, dance workshop, was a great success and will be featured until the end of the semester. Frida manages the workshop, she is an after school counselor and a trained dancer and has trained in ballet among other things.

In the kitchen workshop the children have been making pasta salad and experimented on their own. Not everyone was as fond of olives and sun dried tomatoes. But everyone agreed that parmesan was delicious!

Computer hour has started for the 2nd grade on Mondays from 15-16. The children are very enthusiastic about the computers and we have compiled a list to ensure fairness on who attends each time.

Next week is a theme week in Halastjarnan and we will introduce the UN Convention of the Rights of the Child and host the Children’s rights march. During the week we incorporate the theme into all workshops for all age groups. And every year we invite children in the 2nd grade to march in the Children’s rights march that takes place around the anniversary of the UN
Convention of the Rights of the Child, taking place on 17th November. Further information will be sent next Monday.

Pictures from Halloween have been uploaded to the parent facebook group. We will use the group post pictures from Halastjarnan. As the group is closed we choose to post pictures in the group that are of individuals and few children together that we do not wish to be publically published on our website. If you do not wish that pictures of your child be posted in the group, please notify us via e-mail.

More regarding the facebook group. The purpose of the group is to share pictures and information that occurs with a short notice after our weekly e-mail has been sent. For example regarding changes in the program or changes due to weather. We are not able to answer comments or requests via the facebook group. We answer them via e-mail or phone (halastjarnan@reykjavik.is / 411-5580).

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt