Samantekt vikunnar 5.-9.des. Eldflaugin

 í flokknum: Birta á forsíðu, Eldflaugin

Góðan daginn,

Þá er komið að vikulokum hjá okkur í Eldflauginni.

Hér má sjá umfjöllun um jólamarkaðinn sem haldinn var 1.desember síðast liðinn:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/08/fondrudu_til_styrktar_unicef/

Við minnum á að skráning á langa daga í kringum jól er hafin inni á Rafrænni Reykjavík.

1.bekkur byrjaði vikuna sína á því að mála piparkökur í jólasmiðju, fengu prjónapartý á þriðjudaginn og fóru í bókasafnsferð á Kringlusafnið á miðvikudaginn. Í gær voru útileikir og í dag höldum við áfram að sprikla í íþróttahúsinu.

2.bekkur byrjaði vikuna á því að fara í íþróttahúsið og máluðu svo piparkökur í jólasmiðju á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn voru tölvur, skartgripagerð í gær en í dag er jógagúrúinn veikur svo það verður jólabíó í staðinn.

3.og 4.bekkur byrjuðu vikuna á því að gera myndasögur og á því að mála piparkökur í fjölmenningarbakaríinu – að þessu sinni máttu þau borða kökurnar. Á þriðjudaginn var íþróttahús og saumaklúbbur, perluklúbbur og Ævintýraspil á miðvikudaginn, og í gær var ratleikur og Varúlfur. Í dag verður síðan boðið upp á tölvur og bangsagerð.

 

Good morning,

It is time for Eldflaugin’s weekly review.

Some coverage about the Christmas market can be found here:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/08/fondrudu_til_styrktar_unicef/

 

The registration for the long days around Christmas has begun at Rafraen Reykjavik.

1st grade started their week by decorating gingerbread cookies in the Christmas workshop, had Knitting on Tuesday, and went on a trip to the library at Kringlan on Wednesday. Yesterday they had Outdoor games and today we will continue being active in Sports.

2nd grade had Sports on Monday and decorated gingerbread cookies in the Christmas workshop on Tuesday. On Wednesday they had Computers, made jewellery yesterday and today they will watch a Christmas film since the yoga-teacher is absent.

3rd and 4th grade started the week by making comics and decorating gingerbread cookies in the Multi-Culti Kitchen – this time for them to eat. On Tuesday they had Sports and Sewing, Beads and the Adventure Board game on Wednesday, and Orienteering and Werewolf yesterday. Today they will have Computers and a Teddy Bear workshop.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt