Samantekt vikunnar 28.nóvember-2.desember. Eldflaugin.

 í flokknum: Birta á forsíðu, Eldflaugin

Vikunni fer senn að ljúka í Eldflauginni, jólaundirbúningurinn kominn á fullt og piparkökuilmurinn fyllir öll vit.

Skráning í lengda viðveru um dagana í kringum jólin fer af stað í næstu viku – löngu dagarnir verða 21. til og með 23. desember og svo 27. til og með 30.desember.

 

Jólamarkaður Tjarnarinnar var haldinn í gær með þvílíkum árangri. Börnin náðu að safna 375.000 krónum sem mun allt renna til UNICEF fyrir utan smá summu sem SOS-barnið okkar, Bhavani, fær að njóta. Algjörir snillingar sem þið eigið!

 

Annars vorum við að bralla þetta í vikunni:

 

1.bekkur byrjaði vikuna á jólasmiðju þar sem þau undirbjuggu jólamarkaðinn, fóru í skartgripagerð á þriðjudag og í íþróttahúsið á miðvikudaginn. Í gær létu þau smá rigningu ekki stoppa sig og fóru í útileiki, í dag verður svo notaleg stund á bókasafninu.

 

2.bekkur byrjaði vikuna á íþróttahúsi, gerðu jólakort í jólasmiðju á þriðjudag og fóru í tölvur á miðvikudag. Í gær var prjónapartý og í dag verður slakað á í jóga.

 

  1. & 4.bekkur byrjaði vikuna á jólasmiðju, spilagerð og óvæntum piparkökubakstri. Á þriðjudaginn var saumaklúbbur og íþróttahús, á miðvikudaginn var perluklúbbur og síðasti hluti Ævintýraspilsins fyrir 4.bekk – 3.bekkur mun svo taka við eftir áramót. Í var piparkökubakstur í fjölmenningareldhúsi (þau voru mjög sátt að fá að borða þessar) og Varúlfur. Í dag verða síðan tölvur og tónlist.

 

English

 

The week is coming to an end in Eldflaugin, Christmas preparations are in full swing and the scent of ginger bread is all around.

The registration for prolonged stay around Christmas will start next week, the days in question are 21st, 22nd, 23rd, 27th, 28th, 29th and 30th December.

 

Tjörnin’s Christmas market was held yesterday and was a great success. The children managed to raise 375.000 kr. which will all go to UNICE, apart from a small sum which our SOS-child, Bhavani, will get for her benefit. Wonderful children that you have!

 

This is what we’ve been doing this week:

 

1st grade started the week with Christmas preparations in the Christmas workshop, made jewellery on Tuesday, and had Sports on Wednesday. Yesterday they didn’t let a little rain stop them from having fun in Outdoor games. Today they will have a cosy time at the Library.

 

2nd grade started the week with Sports, made Christmas cards in the Christmas workshop on Tuesday and had Computers. Yesterday they had Knitting party and today they will relax in Yoga.

 

3rd and 4th grade had a Christmas workshop, Board game making and a surprise Ginger bread baking on Monday. On Tuesday they had Sewing and Sports. On Wednesday they made art with beads, and had the last session of the Adventure board games for 4th grade – 3rd grade will start their adventure after the Holidays. Yesterday they made Ginger bread (which they could eat themselves) and had Werewolf, and today there will be Music and Computers.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt