Gjaldskrárbreyting – frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Kæru foreldrar barna og unglinga í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum
Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 hækka gjaldskrár frístundaheimila
og sértækra félagsmiðstöðva um 2,4% frá og með 1. janúar 2017.

Frístundaheimili og sértækt félagsmiðstöðvastarf

Frá og með 1. janúar 2017 verður gjaldskráin eftirfarandi:

2017 2016

Lýsing Verð Verð var
Vistun 5 daga 13.060 12.750
Vistun 4 daga 10.650 10.400
Vistun 3 daga 8.220 8.030
Vistun 2 daga 5.800 5.660
Vistun 1 dag 3.370 3.290
Lengd viðvera 1.960 1.910
Síðdegishressing 5 daga 3.770 3.680
Síðdegishressing 4 daga 3.020 2.950
Síðdegishressing 3 daga 2.260 2.210
Síðdegishressing 2 daga 1.520 1.480
Síðdegishressing 1 dag 770 750

Lengd viðvera

Verð á lengdri viðveru milli kl. 8:00 – 13:30 á foreldradögum og starfsdögum grunnskóla og í jóla- og
páskafríum grunnskóla verður kr. 1.960.-

Systkinaafsláttur

Yngsta barn á frístundaheimili fullt gjald – ef á ekkert yngra systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri
Yngsta barn á frístundaheimili 50% afsláttur – ef á yngri systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri
Annað barn á frístundaheimili 75% afsláttur
Þriðja barn á frístundaheimili 100% afsláttur
Fjórða barn á frístundaheimili 100% afslattur

Frístundakort

Þess má geta að frístundakortið, styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 – 18 ára börn og unglinga með lögheimili
í Reykjavík, hækkar úr 35.000 kr. í 50.000 kr. um áramótin. Hægt er að nýta frístundakortið upp í greiðslu
fyrir dvöl á frístundaheimilum og í sértæku félagsmiðstöðvastarfi.

Kær kveðja,
f.h. skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur
Soffía Pálsdóttir
skrifstofustjóri frístundamála SFS

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt