100ogeinn mælir með fyrir 10-12 ára

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Gleðilegan föstudag kæru vinir!

Að þessu sinni settum við sumarlegt twist í 100ogeinn mælir með!

Sumardagurinn fyrsti var í gær og þá má formlega fara að láta sig dreyma um skemmtilegt sumar! Við mælum með að skrifa niður lista af hlutum sem þig langar að gera í sumar og setjast svo niður með fólkinu þínu og spjalla um hvað þið getið gert.
Hraðratleikur 100og1 snýst um að finna eftirfarandi hluti í götunni þinni eða nágrenni;

-Hús með appelsínugulu þaki

-Hús með meira en 20 gluggum

-Stað sem þig langar að fara á en hefur ekki farið á

-Stað sem þér líður vel á

-Hús sem þarf að lappa upp á

-Hús sem er skemmtilegt á litinn

-Stað sem þér finnst ævintýralegur

-Uppáhalds staðinn þinn í hverfinu

-Flott hús sem þú værir til í að búa í

-Þrjú eða fleiri hús eins

Vissir þú að þú getur heimsótt dýragarða á netinu? Hér geturu skoðað allskonar dýragarða, söfn og fleira stórskemmtilegt hvar sem þú ert!

Stóri Plokk dagurinn er á laugardaginn! Af hverju ekki að fara út að plokka nálægt heimilinu þínu og leggja þitt af mörkum? Mundu bara að huga að hreinlæti og fjarlægðarmörkum !

Vonandi eigið þið frábæra helgi öllsömul!

Kær kveðja
Starfsfólk 100og1

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt