Tímabundin breyting á þjónustu félagsmiðstöðvarinnar 105 fyrir 5.-7. bekk

 í flokknum: 105

Sæl öll kæru foreldrar og forsjáraðilar barna í 5.-7.bekk.

Í kjölfar samkomubanns og fyrirskipun um takmörkun á skólastarfi hefur félagsmiðstöðinni reynst afar erfitt að finna leið til að framkvæma hópahittinga í félagsmiðstöðinni á þann hátt að hópar skarist ekki og starfsfólk vinni ekki með mismunandi hópa eins og reglur um takmörkun á skólastarfi kveða á um.

Við munum því gera tilraun með að hafa starfið fyrir 10-12 ára hópinn rafrænt á meðan á samkomubanninu stendur. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar 105 hefur undanfarna viku aflað sér þekkingar í að búa til fjölbreytt og skemmtilegt rafrænt efni sem 10-12 ára börnin geta skemmt sér við heima fyrir, án þess að notast sé við samfélagsmiðla enda er aldurstakmarkið á slíka miðla 13 ár.

Félagsmiðstöðin stefnir á að gefa út hlekk á slíkt efni í hverri viku og á að vera hægt að skoða það í gengum vafra, hvort sem er í tölvu, spjaldtölvu eða síma. Rafræna efnið fyrir 10-12 ára hópinn verður hægt að nálgast á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar á www.tjornin.is/105  og á foreldrasíðunni okkar á www.facebook.com/Felagsmidstodin105 um leið og það er tilbúið.

Við óskum þess þó að þið sýnið okkur skilning og þolinmæði ef efnið virkar ekki sem skyldi og látið okkur vita, enda erum við öll að gera okkar besta við að læra á og bregðast við nýjum aðstæðum. Ykkur er velkomið að hafa samband við okkur ef spurningar vakna.

Bestu kveðjur,
Bergþóra, Kristófer og starfsfólk 105

//

Dear parents and guardians of children in 5th-7th grade.

Following a ban and a restriction on school activities, the youth center has found it extremely difficult to find a way to conduct group meetings at the youth center in such a way that groups do not overlap and staff do not work with different groups in the school restriction rules.

We will therefore attempt to have the work for the 10-12 year group digitally and online during the ban. The 105 staff has in the past week gained knowledge in creating diverse and fun online content that the 10-12 year olds can enjoy at home without using social media as the age limit on such media is 13 years.

The youth center aims to publish a link to such content every week and should be able to view it in browsers, whether on a computer, tablet or phone. The online content for the 10-12 year group will be available on the youth center website at www.tjornin.is/105 and on our parent site at www.facebook.com/felagsmidstodin105 as soon as it is ready.

However, we wish you to show understanding and patience if the material does not work properly and let us know, as we are all doing our best to learn and respond to new situations.
If you have any questions, please feel free to contact us.

Best regards,
Bergþóra, Kristófer and the 105 staff

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt