Upplýsingar til foreldra varðandi lokanir í frístundaheimili og félagsmiðstöð í Háteigsskóla

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Halastjarnan

Kæru foreldrar og forsjáraðilar,

Eins og þið vitið, hefur verið tekin ákvörðun í samvinnu við Almannavarnir og smitsjúkdómalækni um að Háteigsskóla verði lokað fyrir nemendur í 14 daga, þ.e. til og með mánudeginum 30. mars næstkomandi.  Þetta er gert til að hægja á söfnun smita eins mikið og hægt er og koma í veg fyrir að fleiri veikist. Þessi ákvörðun á líka við starfsemi Halastjörnunnar og 105. Bæði frístundaheimili og félagsmiðstöð eru lokuð til og með 30. mars.

Við áréttum að aðrir starfsmenn í Halastjörnunni og 105 hafa ekki verið greindir smitaðir af Covid-19 eftir að fyrsta smitið kom upp og þrír starfsmenn félagsmiðstöðvar voru sendir í sóttkví. Við biðjum foreldra að vera vel vakandi yfir heilsufari barna sinna og kynna sér einkenni og viðbrögð ef veikindi gera vart við sig. Frekari upplýsingar um COVID-19 má finna á heimasíðunni covid.is.

Síðustu dagar hafa verið sérstakur tími fyrir okkur öll og þurfum við á krefjandi tímum sem þessum að standa saman og vera til staðar fyrir hvort annað. Við erum strax farin að sakna þess að hitta börnin og unglingana í okkar daglega starfi og við hlökkum til að sjá þau þegar að því kemur.

Þar sem engar opnanir verða í félagsmiðstöðinni höfum við brugðið á það ráð að opna rafræna félagsmiðstöð á samfélagsmiðlum þar sem unglingarnir(13+) geta tekið þátt á gagnvirkan hátt auk þess sem við setjum inn skemmtilegt og áhugavert efni á hverjum degi.

Í Halastjörnunni munum við nýta okkur foreldragrúppuna til að setja inn efni, stutt myndbönd og hugmyndir á léttum nótum til að gleðja börnin, gefa ykkur sniðugar hugmyndir til að gera saman og létta aðeins á stemmningunni.

Að sjálfsögðu er ykkur velkomið að hafa samband ef spurningar vakna.

Bestu kveðjur,

Ulrike Schubert, forstöðumaður Halastjörnunnar, s. 411-5581, halastjarnan@rvkfri.is

Bergþóra Sveinsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar 105 s. 693-4656

bergthora.sveinsdottir@rvkfri.is

//

Dear parents and guardians,

As you know, earlier this evening the decision was made in coopration with the authorities to close Háteigsskóli for 14 days until monday March 30th. This is done in order to prevent that more people get infected. This decision also influences both the after school center Halastjarnan and the youth center 105. Both are also going to be closed for 14 days and not open again until Tuesday March 31st.

We would like to ensure you that no other staffmembers at Halastjarnan and 105 have been infected with Covid 19 after the first infection came up in 105 and three staffmembers were sent into quarantine. We ask all parents to be aware of their children health and get acquainted with the syntoms of the decease. Futher infomation about Covid-19 are on the homepage covid.is/english

Last couple of days have been quite unusal for all of us and during challenging times like these its important to stand together and be there for each other. We already miss seeing the kids and teenagers in our daily work and we look forward to seeing them again.

Since there will be no openings in the youth center, we have taken the initiative to open an electronic youth center on social media for the teenagers(13+), where the teens can interact actively and we will also add fun and interesting content every day.

In Halastjarnan, we will use the parent group on Facebook to put content, short videos, and ideas for the kids to enjoy and for you to do together and just to lighten the mood.

If you have any questions dont hesitate to contact us.

Kind regards,

Ulrike Schubert, manager of Halastjarnan, s. 411-5581, halastjarnan@rvkfri.is

Bergþóra Sveinsdóttir, manager of youth center 105 s. 693-4656

bergthora.sveinsdottir@rvkfri.is

 

 

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt