Frosti á foreldrakvöldi í Hagskóla

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Þriðjudaginn 17. október síðastliðinn tók Frosti þátt í fyrsta foreldrakvöldi skólaársins á vegum foreldrafélags Hagaskóla. Vel var tekið á móti foreldrum og forsjáraðilum í sal Hagaskóla með kaffi og kruðeríi. Brynja forstöðukona Frosta fór ásamt Sigríði Nönnu aðstoðarskólastjóra yfir niðurstöður rannsóknar og greiningar þetta árið auk þess sem þær fóru yfir verndandi þætti og foreldrasamstarf. Samfélagslögreglan mætti svo á svæðið og kynnti sitt starf. Að lokum ræddi Berglind Gunnarsdóttir frá Foreldrahúsi við foreldra um hin ýmsu bjargráð, áhættuþætti og úrræði fyrir börn og unglinga. Kvöldið var vel heppnað og það sköpuðust virkilega góðar umræður. Starfsfólk Frosta hlakkar til að sjá hvað næstu foreldrakvöld bera í skauti sér!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt