Fjölmennt á félagsmiðstöðvadeginum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn miðvikudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Þetta er í 9. sinn sem haldið er upp á félagsmiðstöðvadaginn en þá er foreldrum og forsjáraðilum boðið að koma í heimsókn í Frosta ásamt börnum sínum og unglingum. Með þessu gefst foreldrum tækifæri á því að kynnast umhverfi barna sinna betur.

Frosti bauð upp á stútfulla dagskrá á sinni opnun en þar var hægt að prufa allt það helsta sem félagsmiðstöðin hefur upp á að bjóða. Gestir gátu spreytt sig í billjarð, borðtennis, spurningakeppninni Kahoot!, foosball og ruslskoti svo eitthvað sé nefnt. Einnig var boðið upp á kleinubar sem er nýjung í íslenskri matargerð.

Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að fá foreldra til þess að kynnast starfi krakkana og starfsfólkinu. Starf félagsmiðstöðva hafa ríkt forvarnargildi og með þátttöku í starfinu aukast líkurnar á því að ungmenni velji sér heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Yfir 200 manns mættu í Frosta á miðvikudaginn og var frábært að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt