Vetrarstarf hafið í Skýjaborgum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Skýjaborgir

Vetrarstarfið hjá okkur í Skýjaborgum fer vel af stað þetta haustið. Enn vantar þó starfsfólk, en unnið er í ráðningum svo hægt sé að tæma biðlista sem allra fyrst.

Fyrstu dagarnir hjá okkur hafa verið nýttir í að kynna ný börn fyrir starfinu og skipulaginu hjá okkur á meðan við kynnumst börnunum og lærum nöfn þeirra. Í næstu viku hefst svo dagskráin af fullum krafti – en hana má finna hér á heimasíðunni. KR rútan hefur ferðir sínar þriðjudaginn 5. september og mun sækja börn á æfingar þriðju- og fimmtudaga í vetur. Klúbbastarfið hefst líka hjá okkur í vikunni, en Jón Erlingur ætlar að byrja veturinn með ævintýraspilinu sem hefur slegið í gegn síðustu ár, en klúbburinn verður á miðvikudögum til að byrja með. Á döfinni í september eru líka vettvangsferðir, listasmiðjur og margt fleira skemmtilegt. Spennandi vetur framundan í Skýjaborgum!

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt