Sannar gjafir Unicef – viðurkenning

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Óflokkað, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Börnin í frístundaheimilum Tjarnarinnar fengu á dögunum þetta flotta viðurkenningarskjal frá Unicef, en fyrir ágóðann af jólamarkaðinum, sem þau héldu í Tjörninni í desember síðast liðnum, gáfu þau sannar gjafir Unicef fyrir hvorki meira né minna en 345.584 krónur. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að margur er knár þó hann sé smár. Peningnum var skipt jafnt á milli frístundaheimilanna sjö sem stóðu að markaðinum og fengu börnin á hverjum stað að ákveða sjálf í hvað þau ráðstöfuðu upphæðinni. Eftir lýðræðislega samræðu og vangaveltur um hvað myndi gagnast bágstöddum börnum best völdu þau að kaupa eftirfarandi varning til að bæta líf barna sem eru ekki jafn lánsöm og þau sjálf:

> Hlý teppi fyrir 58 börn
> Fjórar vatnsdælur
> 150 skammta af mænusóttarbóluefni
> 800 töflur af ormalyfi
> Ungbarnavernd
> Moskítónet fyrir 10 börn
> 80 skammta af mislingabóluefni
> Næringarmjólk
> Námsgögn fyrir 40 börn
> 480 poka af jarðhnetumauki
> 2 kælibox
> Ofurhetjupakka

Með þessu rausnarlega framlagi hafa börnin ekki bara sýnt frábært fordæmi heldur líka hvers börn geta verið megnug fái þau til þess réttan stuðning og hvatningu. Að lokum viljum við hvetjum alla vini Tjarnarinnar til að kynna sér sannar gjafir Unicef, http://www.sannargjafir.is/

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt