Eldflaugin: Samantekt vikunnar 27.febrúar-3.mars

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Þá hafa bræðurnir bollu-, sprengi- og öskudagur gengið yfir og ég hér hefur að sjálfsögðu verið mikið fjör. Við létum snjóinn ekki stoppa okkur í fjörinu, en við höfum verið dugleg að renna og byggja snjóvirki. Á Öskudaginn hélt foreldrafélag Hlíðaskóla Öskudagsball fyrir 1.-4.bekk í salnum. Það var hörku stuð, kötturinn sleginn úr tunnunni, dansað og síðast en ekki síst kom Aron Brink og söng fyrir hópinn. Í lokin fengu allir smá nammi á leiðinni út og fóru sáttir í daginn.

1.bekkur byrjaði vikuna á teiknismiðju, fóru í Zumba-dans á þriðjudag og þotufjör á miðvikudag. Í gær var settu þau upp leikrit og í dag verður listasmiðja.

2.bekkur byrjaði vikuna á því að renna sér í öllum snjónum, gerðu origami á þriðjudag og fengu tölvutíma á miðvikudaginn. Í gær var spilaklúbbur og í dag verður föstudagsfjör, með blöðrum, saltstöngum, súkkulaðirúsínum, dansi og öllu tilheyrandi, að ósk þeirra sjálfra.

3.& 4.bekkur byrjuðu vikuna sína á því að gera kanilsnúða í Fjölmenningareldhúsinu, sem við ætlum að reyna að hafa til skiptis á fimmtudögum og mánudögum. Þau gerðu líka draumafangara, svona til að ljúka Heimsþemanu okkar. Á þriðjudaginn var þotufjör og vinabandagerð, perluklúbbur og Ævintýraspil á miðvikudag, og í gær var íþróttahús ásamt starfsmanna-ratleik. Það er að segja, ekki ratleik fyrir starfsmenn heldur ratleikur þar sem börnin áttu að finna myndir af starfsfólkinu sem voru faldnar hér og þar um skólalóðina. Í dag ætlum við síðan að bjóða upp á tölvur og spilaklúbb.

The brothers Rose Monday, Shrove Tuesday and Ash Wednesday have now run its course with all the fun and action that they bring. We didn’t let the snow stop us from having fun, we’ve been busy building snow fortresses and riding sleds. The parent council of Hlíðaskóli held an Ash Wednesday party for the children in 1st-4th grade. It was a lot of fun with piñatas, dancing and last but not least we had Aron Brink come and sing for the kids. At the end of the party everyone got some sweets on their way out.

1st grade started their week with Drawing, had Zumba-dancing on Tuesday and rode sleds on Wednesday. Yesterday they made a play and today they will have an Art workshop.

2nd grade started their week with riding sleds in all the snow, made origami on Tuesday and had some Computer time on Wednesday. Yesterday they had played Board games and today they will have a party with balloons, snacks, dancing and everything, at their own request.

3rd and 4th grade started their week with baking some cinnamon swirls in the Multi-Culti Kitchen which we will now try to alternate between Mondays and Thursdays. They also made dreamcatchers, thereby ending our World theme. On Tuesday they rode sleds and made friendship bracelets, had Beads and the Adventure board game on Wednesday. Yesterday they had Sports and Eldflaugin’s staff treasure hunt, that is to say the staff was not playing the game, rather the children were hunting for photos of staff members hidden around the schoolyard. Today they will have Computers and Board games.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt