Ágúst í Gleðibankanum!

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Fyrsta formlega opnun Gleðibankans fyrir 13-16 ára verður miðvikudaginn 22.ágúst klukkan 19:30. Við hlökkum til þess að hitta krakkana aftur eftir sumarfríið.

Opnunartími Gleðibankans fyrir 13-16 ára í haust er sem hér segir :

Mánudagar : 19:30-21:45.
Þriðjudagar : 14:30-17:00.
Miðvikudagar : 19:30-21:45.
Föstudagar : 19:30-22:00.

Við vekjum athygli á því að opnunartíma félagsmiðstöðva Reykjavíkur hefur verið breytt og er nú opið til 21:45 á mánudags- og miðvikudagskvöldum en áfram verður opið til 22:00 á föstudagskvöldum.

Við minnum á mætingarstigin okkar en í Gleðibankanum, og öðrum félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar færðu svokallað mætingarstig fyrir að mæta sem litið er til þegar um viðburði með takmarkaðan miðafjölda er að ræða. Sem dæmi um slíka viðburði má nefna Tjarnarball, skíðaferð og Samfestinginn.
Við reynum að halda viðburðum með fjöldatakmörkunum í algjöru lágmarki en stundum er því miður ekki komist hjá því.

Meðfylgjandi er dagskrá ágúst mánaðar en dagskráin okkar er alfarið í höndum krakkanna svo við hlökkum til þess að hitta þau og búa saman til dagskrá fyrir september mánuð.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt