Litli Stíll!

 í flokknum: 100og1

Okkur í 100&1 skortir svo sannarlega ekki hæfileikaríka, kraftmikla krakka eða krakka sem eru óhrædd við að taka frumkvæði. Þannig er mál með vexti að nokkrum í 5.bekk fannst heldur ósanngjarnt að unglingadeildinni gæfist kostur á að taka þátt í hönnunarkeppninni Stíl en ekki þeim. Við gátum ekki verið annað en sammála þeim að þau ættu skilið að fá útrás fyrir hönnunarhæfileika og vettvang til að sýna sig og sanna. Því hefur keppnin Litli Stíll orðið til þar sem keppst er um bestu hönnunina á annað hvort bangsa eða dúkku. Krakkarnir sjá alfarið um skipulagningu keppninnar og gætum við ekki verið stoltari af þeim!

Haldin var kynning á keppninni í dag fyrir 5.bekk þar sem frumsýnt var kynningarmyndband sem krakkarnir bjuggu sérstaklega til fyrir keppnina. Ef ske kynni að einhver missti af kynningunni hér eru reglur og fyrirkomulag keppninnar.

Keppnin verður 25.mars á 5.bekkjaropnun kl. 14:30-16:00. Þau sem vilja taka þátt eiga að mæta á opnunina með bangsa eða dúkku í hönnun sem þau hafa búið til frá grunni. Bangsinn eða dúkkan má ekki vera stærri en 45 cm á hæð. Keppnin verður nafnlaus og munu áhorfendur kjósa þá hönnun sem höfðar mest til þeirra. 100&1 verður ekki með efni til að nota en skipuleggjendur keppninnar hvetja krakkana til að nota gömul föt, tuskur, plastpoka eða hvað eina sem hægt er að endurnýta til að búa til hönnunina sína.

Við erum að farast úr spennu og hlökkum svo til að sjá frumraun Litla Stíls verða að veruleika.

//

We in 100&1 do not lack talented, powerful kids or kids who are not afraid to take the initiative. A few children in the 5th grade found it to be rather unfair that the teenagers in 100&1 had the opportunity to participate in the design competition Stíll but not them. We could do nothing but agree with them that they deserve an outlet for design skills and a platform to show and prove themselves. Therefore, the contest Litli Stíll has been created where they compete in the best design on either a teddy bear or a doll. The kids are organizing this competition completely on their own and we could not be more proud of them!

An introduction of the competition was held today for 5th grade where there was a premier of a introduction video that the kids made specially for this competition. Just in case somebody missed it here are the rules and arrangement of the competition.

The competition will be on the 25th of March on the opening for 5th grade at 14:30-16:00. Those who want to participate should come to the opening with a teddy bear or doll in the design they have created from scratch. The bear or doll must not exceed 45 cm in height. The competition will be anonymous and the audience will choose the design that is most appealing to them. 100&1 will not provide materials to use but the organizers of the competition encourage the kids to use old clothes, rags, plastic bags or whatever can be recycled to create their designs.

We are so excited and are looking forward to seeing Litli Stíll’s debut become a reality.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt