Eldflaugin: Samantekt vikunnar 6.-10.mars

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below:

Vikulokin nálgast óðfluga, snjórinn er að hverfa aftur og vorhugur kominn í hópinn. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er um þessar mundir að taka á móti tilnefningum til Hvatningaverðlauna SFS – verðlaun sem veitt eru fyrir framúrskarandi starf. Hérna er slóðin http://reykjavik.is/frettir/auglyst-eftir-tilnefningum-til-hvatningarverdlauna-vegna-leikskola-og-fristundastarfs og við hvetjum alla til að tilnefna verðug verkefni.

Þessa vikuna byrjaði 1.bekkur á því að fara í listasmiðju þar sem þau bjuggu til fiska og fleiri dýr úr sjónum, á þriðjudaginn var teiknismiðja en þar sem snjórinn var farinn úr brekkunni okkar á miðvikudag skiptum við þotufjöri út fyrir íþróttahús. Í gær var leiklist og í dag ætla þau að spreyta sig á því að búa til fréttabréf.

2.bekkur byrjaði vikuna á því að renna sér á snjóþotum, eini hópurinn sem náði því áður en snjórinn fór að bráðna. Á þriðjudaginn var zumba-dans,og tölvur á miðvikudag.  Í gær settust þau niður við fréttagerð og í dag verður listasmiðja.

3.og 4.bekkur byrjuðu vikuna á því að fara í ratleik þar sem þau áttu að finna myndir af lógóum ýmissa fyrirtækja og fengu síðan auka stig ef þau gátu giskað á rétt fyrirtæki. Eftir leikinn var rætt um hvers vegna sum lógó eru kunnuglegri en önnur, hvernig þau vissu að sumar vörur væru ætlaðar börnum en aðrar fullorðnum o.s.frv. Á þriðjudaginn átti að vera þotufjör en þar sem snjórinn var að mestu leyti farinn úr brekkunni var því breytt í fótbolta. Á miðvikudaginn var Ævintýraspilið fyrir 3.bekk og 4.bekkja klúbburinn skellti sér í göngutúr. Í gær var Fjölmenningareldhús og íþróttir, og í dag verða tölvur og listasmiðja.

 

The weekend is approaching, the snow is disappearing again and the feeling of spring has arrived. The School- and Recreation Division of Reykjavík is now accepting nominations for the Inspirational Awards of the division – awards that are given for outstanding work with children and youth. Here is the link http://reykjavik.is/frettir/auglyst-eftir-tilnefningum-til-hvatningarverdlauna-vegna-leikskola-og-fristundastarfs which we encourage everyone to have a look at and nominate good projects.

This week, 1st grade started with an Art workshop where they made fish and other animals from the ocean, on Tuesday they had Drawing but since the snow had melted away from our favourite slope by Wednesday we had to have Sports instead. Yesterday they had a Theatre club and today they will try their hand at making a newsletter.

2nd grade started the week with sledding, the only group who managed to do that before the snow began to melt. On Tuesday they had Zumba-dancing and Computers on Wednesday. Yesterday they sat down to report the news and today they will have an Art workshop.

3rd and 4th grade started their week with a Scavenger hunt where they had to find pictures of logos from various businesses. Then they got extra points if they know which business the logo belonged to. After that they had a discussion about why some logos are more familiar than others, how they knew that some of the products were meant for children while others were meant for adults etc. They were supposed to go sledding on Tuesday but since the snow was mostly gone from our favourite slope they played football instead. 3rd grade had the Adventure board game on Wednesday while 4th grade went for a walk in the 4th grade club. Yesterday they had the Multi-Culti Kitchen and Sports, and today they will have Computers and an Art workshop.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt