DANSKEPPNI SAMFÉS 2019

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu

 

Vinstri hægri vinstri, vinstri hægri vinstri, stökk, fótur hliðar, stökk, fótur, hliðar. Hringur, snúa, magi á golf, hringur, snúa, splitt á stól.

 

*Áhorfendur tryllast og foreldrar svitna undir augum*

 

Ágæti lesandi, Þann 1. Febrúar næstkomandi munu ungmenni ykkar mætast og dansa til sigurs í DANSKEPPNI SAMFÉS 2019. Að sjálfsögðu mun 100&1 senda sín færustu blóm og hinar  beittustu breik-bombur miðbæjarins.

 

DANSKEPPNI SAMFÉS er keppni á milli félagsmiðstöðva og er markmiðið að hvetja ungt fólk til þess að koma fram á þessum viðburði með sinn eigin dansstíl. Keppt er í einstaklings- og hópakeppni unglinga á aldrinum  13-16 ára (8.-10. bekkur). Keppendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði. Hér er átt við alla umgjörð dansatriðisins.

 

Hver félagsmiðstöð má skrá tvo einstaklinga og einn hóp í keppnina og setja einn hóp á biðlista (fer eftir fjölda skráninga).

 

💃     Í hópakeppni eru 2-7 manns saman í hóp.

💃     Atriði skal vera frumsamið af nemendum.

💃     Lengd atriðis skal vera 1:40-2:00 mínútur.

 

Mikilvægt er að senda undirspil í góðum gæðum með skráningu keppenda.

 

Skráning keppenda og miðasala fer fram í félagsmiðstöðinni 100&1.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt