Undraland: Stöðurafmagn og samskiptaslím

 í flokknum: Birta á forsíðu, Undraland

Nú er vísindavika að klárast hér í Undralandi. Vikan hefur verið bæði dularfull og fræðandi – en ekki síst skemmtileg. Konur í vísindum hafa verið okkur efst í huga, en við höfum lagt áherslu á að kynna krökkunum fyrir kvenfyrirmyndum í heimi vísindanna, t.d. Jane Goodall og Mae Jemison og hafa samverustundir farið í það verkefni, en einnig hengdum við upp lítil plaggöt með sjö konum sem hafa skarað fram úr á sviðinu.

Við höfum svo gert margar einfaldar tilraunir (tilraunir sem hægt er að gera heima) til að mynda tilraunir með stöðurafmagn og dansandi poppkorn. Við gerðum einnig mjög slímuga tilraun þar sem við tengdum samskipti við segju kvikefnis. Þið getið fræðst um slímtilraunina í fyrsta þætti í Vísindahorni Undralands, hér að neðan.

Við ætlum svo að klára vísindavikuna með því að skjóta eldflaug upp í geim. Já, þið lásuð rétt.

Takk fyrir skemmtilega viku!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt