Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 13-16 ára

 í flokknum: Birta á forsíðu

Unglingarnir í Tjörninni hafa undanfarnar vikur tekið þátt í rafrænum félagsmiðstöðvum í gegnum samfélagsmiðla. Virkilega góð þátttaka hefur verið og ótrúlega skemmtilegt að nýta tæknina í skipulagðar frístundir og samveru.

Í 105 eru allskyns nýjungar í bland við klassíska viðburði í gangi þessa vikuna. Eins og sjá má hefur 105 búið til twitch reikning þar sem þau geta streymt tölvuleikjum, unglingarnir tekið virkan þátt og þau spilað saman.

Í Gleðibankanum eru áfram áskoranir og allskyns skemmtilegir viðburðir á samfélagsmiðlum. T.d. var málað málverk live á instagram þar sem unglingarnir gátu haft áhrif á útkomu verksins með því að senda inn tillögur að því hvað væri málað.

Þau í Frosta bjóða upp á marga skemmtilega viðburði eins og hvísl keppni og giskaðu á hljóðið. Eins gott að vera með góða hátalara eða heyrnatól fyrir þá viðburði.

100&1 er margt skemmtilegt að gerast. Sem dæmi má nefna ógeðisdrykkinn. Virkilega fyndinn og skemmtilegur viðburður þar sem unglingarnir gátu valið hráefni í ógeðisdrykk fyrir starfsfólkið til að smakka.

Þessi vika er búin að vera frábær og erum við einstaklega þakklát fyrir hvað þátttakan hefur verið gríðarlega góð í rafrænu félagsmiðstöðvunum okkar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt