Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 10-12 ára

 í flokknum: Birta á forsíðu

Hvað er betra en að taka þátt í áskorunum eftir að hafa stútfyllt sig af páskeggjum? Eða þreyta þrautir eftir allan veislumatinn? Gera þakklætisæfingar eða hreyfa sig eftir að hafa horft á óhóflegt magn af myndum á netflix. Hjá félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar er hægt að finna ansi margt til að koma sér í gang aftur eftir páskafrí.

Félagsmiðstöðin 100&1 hefur sett saman einstaklega góða dagskrá og ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi. T.d. má finna einstaklega skemmtilegt föndur þar sem krakkarnir gæta lært að gera sinn eigin spinner eða hjól. Það er alltaf gaman að búa eitthvað til með höndunum og er það einstaklega gefandi. Einnig er félagsmiðstöðin með smásögukeppni í gangi og hvetjum við alla að sjálfsögðu til að taka þátt í henni. Hægt er að sjá dagskránna í heild sinni hér: https://padlet.com/100ogeinn/q50sbyqfuqva af

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn býður upp á fjöldan allan af dagskrárliðum. En skemmtilegt er að nefna að starfsfólkið hvetur krakkana til að semja smásögu sem tengist orðinu gulrót. Örugglega einhver skúffuskáld sem hafa gaman að því. Hægt er að sjá dagskránna í heild sinni hér: https://padlet.com/gledibankifelagsmidstod/u1fv0pgb2ike?fbclid=IwAR3rw1yMqlcjIwmh0KcUQtVeYySHMvfUuC_AmwZdYESkF9PQukGS-w37Lzc

Félagsmiðstöðin 105 hefur soðið saman frábæra dagskrá. Starfsfólk hvetur krakkana til að skipuleggja spilakvöld fyrir fjölskylduna og stingur upp á sínu uppáhaldsspili Varúlf. Hvað er betra en samvera og hlutverkaleikur? Hægt er að sjá dagskránna í heild sinni hér: https://padlet.com/hundradogfimm/Bookmarks

Félagsmiðstöðin Frosti býður upp á sjóðheita dagskrá. Þar er hægt að finna aragrúa af hlutum til að dunda sér við. Þar er t.d. hægt að finna uppskrift að morgunverð sem krakkarnir geta undirbúið fyrir fjölskylduna. Gómsætt alveg hreint! Hægt er að sjá dagskránna í heild sinni hér: https://sway.office.com/3poMCgC27JZIPVxx?ref=Link&fbclid=IwAR2RF7ICiJUvUpp2g-dM7ZWB7BjBlGShWKBEez85mhnw19NSNasZW35E9pk

Já við erum svo sannarlega með margt í boði og vonumst til að þið njótið þess að taka þátt í rafrænu félagsmiðstöðvunum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt