Viltu vera með okkur í liði í vetur?

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Óflokkað

Viltu vinna með eintómum meisturum og snillingum? Komdu þá í vinnu hjá okkur í frístundamiðstöðinni Tjörninni!

Við erum að leita að metnaðarfullum og hressum einstaklingum til að vinna með okkur og öllum skemmtilegu og frjóu krökkunum og starfsmönnunum í frístundaheimilunum okkar í vetur. Við bjóðum upp á störf almennra frístundaleiðbeinenda og frístundaleiðbeinenda með stuðning þar sem óteljandi tækifæri gefast til að gera vinnudaginn sinn skemmtilegan og gefandi. Starfið er 20-50% hlutastarf eftir hádegi og hentar mjög vel fyrir háskólanema og aðra áhugasama sem hafa náð 20 ára aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð
* Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
* Leiðbeina börnum í leik og starfi.
* Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
* Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla

Hæfniskröfur
* Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
* Áhugi á að vinna með börnum.
* Frumkvæði og sjálfstæði.
* Færni í samskiptum.
* Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi.

Við bíðum spennt eftir að þú sækir um vinnu hjá okkur með því að fylla út atvinnuumsókn á vefnum, sjá http://reykjavik.is/laus-storf?starf=00003042 fyrir almenna frístundaleiðbeinendur og http://reykjavik.is/laus-storf?starf=00003049 fyrir frístundaleiðbeinendur með stuðning.

Hlökkum til að heyra frá þér og fá þig í liðið okkar!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt