Viðurkenning Barnaheilla

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)

Í dag hlutu Samtökin 78 viðurkenningu fyrir starf sitt í þágu barna og unglinga. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðumaður Hinsegin félagsmiðstöðvar S78 og Tjarnarinnar og Sigga Birna fjölskylduráðgjafi samtakanna veittu viðurkenningunni móttöku.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna.
Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar hefur starfað frá árinu 2016 en Reykjavíkurborg styrkir samtökin um 25% stöðugildi forstöðumanns. Að meðaltali koma um 40 unglingar á hverja opnun en opið er öll þriðjudagskvöld í húsnæði samtakanna Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar
Við er virkilega stolt af samstarfi okkar við Samtökin 78 og óskum okkur öllum til hamingju Samtökin ’78

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt