Connection Information

To perform the requested action, WordPress needs to access your web server. Please enter your FTP credentials to proceed. If you do not remember your credentials, you should contact your web host.

Connection Type

Miðlalæsisvika í Frostheima

 í flokknum: Frostheimar, Óflokkað

Við erum komin af stað inn í fyrstu þemaviku ársins 2019, en hún er helguð miðlalæsi. Í vikunni ætlum við að æfa okkur í að vera gagnrýnin á það sem við horfum á, lesum og heyrum. Það er mikilvægt fyrir börnin að æfa sig í að taka ekki öllu sem gefnu og getur verið virkilega valdeflandi að geta hugsað um hluti á gagnrýnin hátt og spurt spurninga út í það sem þau sjá, lesa og heyra frá allskonar miðlum.

Nú þegar erum við byrjuð að ræða á samverustundum um hvaðan við fáum upplýsingar og hverjir búa þær til – og í hvaða tilgangi. Við skoðum sérstaklega auglýsingar og gefum börnunum skemmtilegt verkefni til að nota næst þegar þau fara með ykkur út í búð. Eftir vikuna ættu allir að vera búnir að fá smá kynningu á þessu og kannski sumir búnir að gera eitthvað extra sem tengist miðlalæsinu.

Sem sagt, miðlalæsi verður í hávegum haft þessa vikuna og jafnvel sendum við ykkur góð ráð til að stuðla að betra miðlalæsi heima fyrir.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt