Innritun barna í frístundaheimili, taka tvö

 í flokknum: Birta á forsíðu, Óflokkað

Taka tvö í innritun í frístundaheimili fyrir skólaárið 2017/2018!

Innritun á frístundaheimili, sem átti að hefjast 15. febrúar en frestaðist vegna tæknilegra örðugleika, fer af stað í fyrramálið. Til þess að minnka álagið á kerfinu hefur verið brugðið á það ráð að opna innritunina í tvennu lagi. Fyrra hollið, sem hefst kl. 8:20 í fyrramálið 22. febrúar er fyrir börn sem eru að fara í 1. bekk. Seinna hollið, sem hefst kl. 8:20 fimmtudaginn 2. mars er fyrir börn sem eru að fara í 2.- 4. bekk. Foreldrar sem verða með börn í 1. bekk og 2.-4. bekk skólaárið 2017/2018 þurfa því að skrá börnin sín í tvennu lagi.

Við bendum foreldrum á að hægt er að hafa samband beint við frístundaheimilin, Tjörnina eða þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 til að fá leiðbeiningar við að skrá börnin.

Foreldrum komandi 1. bekkinga bendum við á að áður en sótt er um dvöl á frístundaheimili þurfa börn að vera skráð rafrænt í viðkomandi grunnskóla og foreldrum komandi 2.-4. bekkinga að umsókn um frístundaheimili gildir fyrir eitt skólaár í senn og því þarf að endurnýja umsókn fyrir barnanna fyrir komandi skólaár.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt