Halastjörnufréttir // News from Halastjarnan

 í flokknum: Birta á forsíðu, Halastjarnan

Við viljum byrja á að þakka öllum sem tóku þátt  í Öskudagskemmtuninni, dagurinn var mjög vel heppnaður! Svipmyndir frá skemmtuninni eru komnar á facebook í foreldrahópinn.

Í þessari viku er komið að næsta þema Halastjörnunnar og þemað er Fjölmiðlalæsi. Við ætlum að vera með skemmtilegar smiðjur til að fá börnin til að hugsa um hvað liggur bak við það efni sem við horfum og skoðum í sjónvarpi, blöðum og netinu. Við munum líka nota vikuna til að opna YouTube rás fyrir efni sem börnin búa til í Halastjörnunni. Rásin mun heita Halastjarnan TV og við ætlum að opna hana á föstudaginn. Halastjarnan TV er verkefni fyrir börnin í 3. og 4. Bekk. Hlekkirnir á myndböndin munu ekki vera opinberar en ef þið viljið alls ekki að barnið þitt verða í þessum myndböndin þá endilega hafið samband.

Breytingar í starfsmannahópnum

Joanna kvaddi Halastjörnuna í síðustu vikunni og á öskudaginn kom hún Ewa aftur til starfa. Það eru örugglega margir hjá ykkur sem munu eftir henni Ewu, hún var að vinna í Halastjörnunni á síðasta skólaári og hún er mjög glöð að byrja aftur að vinna.

//

We thank all that took part in our Ash Wednesday fun, the day was a great success. We have posted lots of photos to our group.

This week will be another theme-week and we will be working with media literacy. Through some fun workshops we will be showing the kids what’s behind the media they consume and we are using the week to open a YouTube channel by and for the children! It will be called Halastjarnan TV and we hope to open it on Friday. It will be a project for the 3rd and 4th Years only and the links will not be public, however, if you would not prefer for your child to appear in any of these videos then please let us know.

Changes in our team

Joanna left Halastjarnan last week and a new member of staff began. Many of you will remember Ewa from last year who is really happy to rejoin the team.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt