Brunaæfing, klúbbar og Barnasáttmálavika í Frostheimum

 í flokknum: Frostheimar

Á fimmtudaginn síðasta var brunaæfing hjá okkur og Frostheimabúar stóðu sig mjög vel! Við vorum um 7 mínútur að tæma öll húsin okkar og safna öllum saman úti á Grasbala. Þar fullvissuðum við okkur um að allir væru mættir sem voru í húsi og héldum svo aftur á svæðin að leika. Einhverjum var örlítið brugðið þegar bjallan fór í gang en voru fljót að jafna sig og flestir ef ekki allir sammála um að svona æfingar séu nauðsynlegar.

Klúbbastarfið er komið á fullt hjá okkur og má þar meðal annars nefna Minecraftklúbb, Ofurhetjuklúbb, Bangsaklúbb, Íþróttasmiðju og Matarsmiðju. Klúbbarnir eru á ákveðnum dögum og verða í gangi þar til verkefnum er lokið. Hver og einn hannar og saumar sinn eigin bangsa í Bangsaklúbbinum, í Matarsmiðjunni verða gómsætir réttir búnir til á hverjum þriðjudegi og Frostheimabúar fá tækifæri til að fræðast um og læra hinar ýmsu íþróttir í Íþróttasmiðjunni. Myndasögur og ofurhetjur ráða ríkjum í Ofurhetjuklúbbnum þar sem hver og einn býr til sína eigin ofurhetju og í Minecraft útbýr hver sinn karakter og fleira tengt Minecraft.

Þessa vikuna er Barnasáttmálavika í öllum frístundaheimilum Tjarnarinnar. Við ræðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við börnin, fjöllum meðal annars um hvað eru réttindi og hvað eru forréttindi og bjóðum upp á ýmislegt tengt þessu í valinu okkar á hverjum degi.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt