Nýstofnað foreldraráð félagsmiðstöðva Tjarnarinnar

 í flokknum: Birta á forsíðu, Óflokkað

Foreldraráð félagsmiðstöðva Tjarnarinnar var stofnað fyrir nokkrum mínútum. Á myndinni eru fulltrúar frá fjórum af fimm félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar. Sérstök athygli er vakin á því að hinn karlmaðurinn sem sat fundinn þurfti að rjúka rétt áður en myndin var tekin.

Markmið foreldraráðsins er:
* Umsagnir. Gefa ráðgefandi umsagnir um einstaka þætti starfsemi félagsmiðstöðvanna eftir því sem þurfa þykir. Ýmist að frumkvæði ráðsins eða að beiðni félagsmiðstöðvanna.
* Aðhald og stuðningur. Veita félagsmiðstöðvum aðhald og stuðning í ákvarðanatöku og stefnumótun. T.d. með því að vekja athygli á jákvæðum fréttum um starf félagsmiðstöðvanna.
* Tengiliður. Tengiliður félagsmiðstöðvanna við foreldrasamfélagið.

Allar upplýsingar um starf ráðsins birtast á tjornin.is. Sæti í foreldraráðinu eiga allir áhugasamir foreldrar barna/unglinga í 5.-10. bekk í Hlíðum, Miðborg og Vesturbæ.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt