Fjölmiðlalæsisvika í Undralandi

 í flokknum: Birta á forsíðu, Undraland

Síðasta vika var fjölmiðlalæsisvika í Undralandi. Útgangspunktur hennar var að læra hvað fjölmiðlar gera og hvernig hægt er að horfa á þá gagnrýnum augum.

Á samverustundum ræddum við um mismunandi fjölmiðla og hvort þeir væru upplýsandi, skemmtilegir eða hvort þeir stjórnuðu okkur. Við skoðuðum auglýsingar og hvernig sumt er stundum ekki eins og það sýnist. Til að mynda horfðum við á auglýsingu af ótrúlega hraðskreiðum fjarstýrðum bát og svo á myndband af krökkum prófa bátinn. Hann sökk og var hægur. Auglýsingin hafði blekkt og krakkarnir í myndbandinu urðu vonsviknir. Miklar umræður sköpuðust í kringum myndbandið og Undralandsbörn sögðu sögur af auglýsingum og dótakaupum sem fóru á sama veg. Í kjölfarið föndruðum við fjölmiðlavegg þar sem hægt er að skoða fjölmiðla og hvaða flokkum þeir tilheyra.

Góð vika að baki, sem við myndum vilja hafa allt árið.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt