Fjölmenningarvika í Frostheimum og vetrarleyfi

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frostheimar

Vikuna 6. – 10. febrúar var Fjölmenningarvika Frostheima. Við hófum vikuna á því að hengja upp heimskort í Kaffiheimi og kynna þema vikunnar. Frostheimabúar og starfsfólk sem eiga rætur sínar að rekja til annarra landa fengu að setja límmiða á viðkomandi land, og í sumum tilfellum lönd, og er heimskortið því vel skreytt límmiðum í dag. Alla vikuna var margt skemmtilegt í boði og meðal þess sem stóð uppúr voru tungumála-smiðjurnar.

Í Eldheimum var boðið upp á spænskusmiðju og ítölskusmiðju en þar töfruðu Frostheimabúar fram rétti frá þessum löndum og smökkuðust þeir mjög vel ! Þeir sem völdu sér þessar smiðjur sem og sænskusmiðjuna lærðu svo nokkur orð í tungumálunum og fræddust um löndin. Við enduðum svo skemmtilega viku á fjölmenningarlegu danspartýi í Íþróttaheimi þar sem var að vanda mikið stuð! Fréttaklúbburinn var á ferðinni í vikunni og fylgdist vel með því sem fram fór og stefna á að gefa út blað á næstu dögum.

 

Á mánudaginn og þriðjudaginn í næstu viku (20. og 21.febrúar) er vetrarleyfi í skólunum og lokað hjá okkur í Frostheimum. Á þriðjudeginum verður Fjölskyldudagskrá í Vesturbænum sem verður nánar auglýst síðar 🙂

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt
Mynd sem sýnir löndin við erum tengd