Eldflaugin í September

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Þá er fyrsta heila mánuðinum í vetrarstarfinu í Elflauginni þetta skólaárið að ljúka. Búið er að ráða í allar stöður, tómstundir barnanna komnar á hreint og hversdagslega rútínan farin að ganga sinn gang. Margt hefur verið brallað þennan mánuð, einhverjir nýjir starfsmenn hafa bæst í hópinn og smiðjurnar komnar á fullt.

Vikuna 17.-21.september var sameiginleg Hreysti-og vellíðunarvika hjá öllum frístundaheimilum Tjarnarinnar. Í Eldflauginni var áherslan lögð á hreysti, hollt mataræði og andlega vellíðan, þá var á meðal annars farið í boozt-gerð, unnið með samvinnuleiki og tilfinningar og börnin bjuggu til sína eigin heilsurétti í Heilsueldhúsinu.

Í september fóru einnig tvö félagsfærniverkefni af stað. Annars vegar félagsfærni verkefni sem unnið er í samstarfi skólann sem allur fyrsti bekkur tekur þátt í. Þar er unnið með hópefli og jákvæð samskipti innan hópsins. Hins vegar félagsfærniverkefni sem er unnið eingöngu innan Eldflaugarinnar þar sem er unnið með smærri hópa þeirra sem þurfa á aukinni félagsfærniþjálfun að halda. Bæði verkefni hafa farið vel af stað og erum við spennt fyrir framhaldinu.

 

 

The first whole month of this school year in Eldflaugin will soon be coming to an end. All positions have now been filled, the children’s schedule of activities is clear and our everyday routine has started. There has been a lot going on this month, some new members of staff have joined our group and the workshops are in full swing.

The week 17th-21st September was dedicated to Health and Wellbeing in all After School Centres in Tjörnin.  Eldflaugin emphasised healthy food, exercise, and psychological wellbeing, among other things we made smoothies, had team-work games, worked with feelings, and the children made their own healthy recipes in the Health Kitchen.

There were two social skills training projects that started in September. On one hand a project that is being done with the school with all of first grade. There we are working on team building exercises and positive communication within the group. On the other hand there is a project where there is work being done with smaller groups in Eldflaugin, with individuals who need further social skills training. Both projects have started successfully and we look forward to continue.

Recommended Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt