Átak í Undralandi: Listin að tapa

 í flokknum: Birta á forsíðu, Undraland

Í Undralandi stendur yfir átak í listinni að tapa – og vinna.

Eins og allir vita eru börn og fullorðnir misgóð í að taka tapi – og sigri. Við í Undralandi viljum kenna börnunum listina að tapa og sigra og höfum komið á munnlegum samningi áður en við förum í keppnisleiki, t.d. í íþróttasal.  

Við gerum samning um eftirfarandi:

Þessi leikur er fyrir börn sem kunna að tapa og þau sem kunna að vinna.

Sá sem tapar, á sanngjarnan hátt, er svekktur, eðlilega. En sá sem tapar, á sanngjarnan hátt, má hvorki skemma hluti né reiðast þeim sem hann tapaði fyrir. Þá kann hann ekki að tapa. Við komum fram við andstæðing okkar af virðingu.

Sá sem vinnur, á sanngjarnan hátt, er ánægður, eðlilega. En sá sem vinnur, á sanngjarnan hátt, má hvorki monta sig né gera lítið úr þeim sem hann sigraði. Þá kann hann ekki að vinna. Við komum fram við andstæðing okkar af virðingu.

Þessi leikur er fyrir börn sem kunna að tapa og vinna. Ef ykkur er sama um sigur eða tap er það auðvitað líka í lagi. Réttið upp hönd ef þið ætlið að vera með!

Börnin hafa tekið vel í átakið og áhugasöm um að ræða þennan hæfileika.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt