“Velkomin í frístundaheimilið þitt” bæklingar í pósti

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frístundaheimili (6-9ára)

Starfsmennirnir okkar eru ekki bara frábærir í sínu fagi heldur eru þeir með eindæmum frumlegir og fjölhæfir. Því víluðu þeir það ekki fyrir sér að ráðast í bókaútgáfu og sendu öllum komandi fyrstu bekkingum eintak af bókinni “Velkomin í frístundaheimilið þitt” í pósti í vikunni. Þar er barnið boðið velkomið í frístundaheimilið sitt og farið er með því í gegnum dagsskipulagið í starfinu svo þau fái skýra mynd af því hvernig dagurinn gengur fyrir sig. Með þessu móti vonumst við til þess að vekja hjá þeim jákvæð hughrif og gera þau jákvæð og spennt fyrir því að byrja hjá okkur. Fregnir hafa borist af því að fystu eintökin séu komin upp úr umslögunum og hafi slegið í gegn hjá þeim sem hafa farið í gegnum bókina. Hlökkum til að hefja vetrarstarfið og taka á móti allri krakkasúpunni á næstu dögum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt