Undraland: Matreiðsla slær í gegn

 í flokknum: Birta á forsíðu, Undraland

Nú er í boði að fara í matreiðslu nokkrum sinnum í viku í Undralandi. Áhersla er lögð á að krakkarnir kynnist einföldum atriðum, læri á hreinlæti og öryggisatriði í eldhúsinu – ásamt því að fá að útbúa eitthvað góðgæti. Við reynum að gera einfalda rétti sem auðvelt er að gera heima og höfða til sem flestra, bæði holla rétti og kökur í bland.

Síðustu tvær vikur höfum við verið að elda og baka, til dæmis bollakökur, pítsu og mexíkóskan mat (tortillas, tacos o.s.frv). Við höfum haft það sem reglu að krakkarnir geti valið matreiðslu einu sinni í viku svo sem flestir komist að. Krakkarnir eru ánægðir með þetta fyrirkomulag og sýna því góðan skilning.

Á næstunni ætlum við meðal annars að gera ávaxtaspjót, grillaðar samlokur og grænmetissnakk með dýfu.

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum gæðastundum:

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt