Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 10-12 ára

 í flokknum: Óflokkað

Nú hafa félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar allar gefið út nýjar rafrænar dagskrár sem eru hver annarri skemmtilegri. Fyrir 10-12 ára krakkana er ansi margt skemmtilegt í boði til að prufa og höldum við að þetta geti verið ansi hressandi dagskrárliðir fyrir krakkana í samkomubanninu.

Félagsmiðstöðin 100&1 býður krökkunum að taka þátt í áskorun og hún er að finna málverk og mála eða teikna eftirmynd þess. Þau hvetja krakkana að fara sínar eigin leiðir og reyna allskyns skapandi leiðir, t.d. að mála/teikna með lokuð augun, með munninum, með þeirri hendi sem maður skrifar ekki með, afturábak og allskonar skemmtilegt. Þau geta svo sent starfsfólkinu myndir af afrakstrinum á 101@reykjavik.is eða á Facebook síðu félagsmiðstöðvarinnar. Hér má sjá dagatal 100&1 í heild sinni: https://padlet.com/100ogeinn/Bookmarks

Félagsmiðstöðin 105 breytir til þessa vikuna og bjóða upp á þrautir sem ganga ekki út á það að finna einhverskonar ,,rétt svar“ heldur miða að því að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu og vinum til að drepa tímann í samkomubanninu. T.d. hafa þau fundið til einstaklega gómsæta uppskrift af smákökum sem okkur grunar að muni gleðja þau og fjölskylduna í heild sinni. Hér eru allar þrautir 105 þessa vikuna: https://padlet.com/hundradogfimm/jeefk71kb56z . Krakkarnir geta svo sent hvernig gekk að þreyta þrautirnar á póstfangið kristofer.jonsson@rvkfri.is.

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn hefur sett saman geggjaða dagskrá. Þar má nefna þrautir á borð við að tengja saman lönd og heimsálfur og stórskemmtilegar þrautir sem reyna virkilega á. Hér má sjá dagskránna hjá Gleðibankanum: https://padlet.com/gledibankifelagsmidstod/x0bomlt8hgmr?fbclid=IwAR38Foml_p8NtU0LRAoNxuCFXRh-_-33OSvb-1K7eozcLBpW0x_mjGc9aYc

Félagsmiðstöðina Frosti býður upp á troðfulla dagskrá af hlutum til að dunda sér við. Þar ber helst að nefna að þau eru búin að finna til einstaklega fyndna aerobic æfingu. Maður ætti að geta svitnað ansi mikið við að prufa þessa. Hér má sjá dagskrá vikunnar hjá Frosta: https://sway.office.com/nJnhag1V3U3QGezt?ref=Link&fbclid=IwAR35se8aba_V-_0PV1ii-q9tPR0vp5y7LRF8qCpetmrUbvEp7xRHuNZwE48

Eins og þið sjáið eru félagsmiðstöðvarnar að vinna hörðum höndum að því að búa til skemmtilega dagskrá fyrir krakkana. Þetta er svo sannarlega afþreying par exelans eins og maður segir á góðri íslensku.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt